Áreiðanlegar lausnir í meindýravörnum

Ykkar meindýravarnir

Vörunar frá Ykkar eru öruggar og skilvirkar lausnir fyrir heimili og fyrirtæki. Við bjóðum upp á fjöldan allan af vörum sem henta fyrir þínar aðstæður. Hefðbundnar gildrur, sprey fyrir hin ýmsu skordýr, fallega hannaðar flugnagildru og allar helstu varnir sem þú þarft á að halda.

Okkar vörur, Ykkar meindýravarnir.

Áreiðanlegt og umhverfisvænt

Traustar vörur

Við vitum að meindýravarnir þurfa að vera bæði áhrifaríkar og öruggar. Þess vegna vinnum við stöðugt að því að bjóða umhverfisvænni lausnir þegar það er mögulegt. Við viljum að þú getir treyst vörunum okkar og vitað að þær virka eins og þær eiga að gera.

Hágæða vörur

Okkar vörur, Ykkar meindýravarnir

Við leggjum metnað í að þróa vandaðar vörur sem skila árangri. Hvort sem um er að ræða nagdýr, skordýr eða fugla, þá finnur þú réttu vöruna hjá okkur. Auk þess tryggjum við að allar umbúðir og leiðbeiningar séu á íslensku, svo þú getir notað vörurnar á einfaldan og öruggan hátt.

Actalite pera með öryggishlíf
Nagdýraagn
Geitungabaninn
Flugnapappír með hanka
Ávaxtaflugnagildrur
Flugnabani Ekó LED
Músaplastfellur
Flugnalímhorn í glugga